Google rukkar snjallsímaframleiðendur fyrir aðgang að forritum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 09:54 ESB sakaði Google um að þvinga snjalltækjaframleiðendur til þess að gefa forritum þess forgang. Vísir/Getty Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla. Google Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla.
Google Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira