Þjóðverjar framselja grunaðan banamann Marinovu Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 23:36 Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál. AP/Filip Dvorski Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn. Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn.
Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40
Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30
Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36