Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2018 06:00 Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36