Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 19:50 Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson. Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar er ein af megin kröfum Starfsgreinasambandsins og VR, fjömennustu samtaka launafólks á almennum vinnumarkaði, fyrir komandi kjarasamninga. Allt frá árinu 2015 hafa starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg tekið þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefninu lýkur næsta vor um það leyti sem allir kjarasamningar hjá borginni eru að losna. Ríkisstarfsmenn innan BSRB hafa reyndar einnig tekið þátt í tilraunaverkefninu en reynslan af því gagnvart Reykjavíkurborg var kynnt í Ráðhúsinu í dag. Arnar Þór Jóhannesson umsjónarmaður rannsóknanna segir reynsluna mjög jákvæða. „Fólki finnst þetta skipta sig mjög miklu máli. Ég held að það hafi meira að segja farið fram úr þeirra væntingum. Að stytta vinnuvikuna um fjóra tíma hafi haft meira að segja um þeirra lífsgæði en þau kannski reiknuðu með í upphafi,” segir Arnar Þór. Þannig hafi álag í starfi ekki aukist með styttingu en ánægja fólks í starfi hafi aukist miðað við samanburðarhópa. Þá bendi rannsóknin ekki til þess að vinnuframlag hafi minnkað. Hins vegar séu áhrifin á fjölskyldulífið mjög jákvæð. „Það kemur mjög skýrt fram að fólk á auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf. Sérstaklega hjá barnafjölskyldum,” segir Arnar Þór. Auðveldara sé að raða saman dagskrá fjölskyldunnar og gæðastundum hennar fjölgi. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, segir borgina tilbúna til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar. En flestir samningar við borgina renna út í apríl og aðrir um mitt sumar. „Já, ég held ég geti fullyrt að svo sé. Pólitíkin er einhuga um það. Hvort sem fulltrúarnir eru í meirihluta eða minnihluta. Það hefur verið samhugur um verkefnið frá upphafi,” segir Magnús Már. Enda sé þetta skýr krafa frá starfsfólki og komi ekki niður á þjónustunni við borgarbúa. „Það eru einmitt vísbendingar sem benda til þess að starfsfólkið sem er að taka þátt í verkefninu komi endurnærðara og ferskara í vinnuna daginn eftir. Sé þar af leiðandi betri starfskraftur,” segir Magnús Már Guðmundsson.
Borgarstjórn Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira