Sport

Varð að komast á klósettið í miðri keppni og bankaði upp á hjá ókunnugum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Loubet er hér í keppninni í Bretlandi.
Loubet er hér í keppninni í Bretlandi. vísir/getty
Það getur ýmislegt komið upp á þegar þú tekur þátt í rallí. Líklega er þó óþægilegast þegar náttúran bankar upp á og þú verður að komast á salernið.

Franski ökuþórinn Pierre-Louis Loubet lenti einmitt í því á dögunum er hann var að taka þátt í kappakstri í Bretlandi.

Er Loubet gat ekki meira lagði hann bíl sínum í íbúðahverfi í Wales og grátbað um að fá að komast á klósettið. Hjónin sem þar bjuggu sáu aumur á Frakkanum og hleyptu honum inn. Á meðan beið aðstoðarmaðurinn þolinmóður út í bíl.

Er hann var farinn inn kom ljósmyndari, sem var að mynda keppnina, og tók upp myndband af því sem var í gangi enda ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi.

Húsbóndinn tjáði ljósmyndaranum að Loubet hefði þurft að fara úr öllum gallanum svo hann kæmist á dolluna. Frakkinn var pínu skömmustulegur er hann snéri til baka væntanlega nokkrum kílóum léttari. Svo hélt hann áfram för sinni. Myndband af þessu óvenjulega „pit stoppi“ má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×