Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffi Vest. Fréttablaðið/Valli Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira