Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Mynd/Getty Nái kröfur Starfsgreinasambands Íslands fram að ganga í komandi kjaraviðræðum vetrarins gæti launakostnaður sumra fyrirtækja meira en tvöfaldast og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent, samkvæmt útreikningum sem byggðir eru á kröfugerð samninganefndar sambandsins sem kynnt var síðasta miðvikudag. Þannig myndu kröfur sambandsins um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar meðal annars leiða til þess að heildarmánaðarlaun hópferðabílstjóra innan Eflingar færu úr að meðaltali 545 þúsund krónum í rúmar 1.080 þúsund krónur á þremur árum og hækkuðu þannig um 98 prósent. Launahækkun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum, sem vinna á tólf tíma vöktum, gæti jafnframt numið allt að 150 prósentum, svo annað dæmi sé tekið, ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ef launahækkanir verða óeðlilega miklar munum við áfram þurfa að halda að okkur höndum, skera niður framboð enn meira og fækka fólki,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem telur ekki innistæðu í atvinnulífinu fyrir miklum hækkunum á launum. „Slíkt myndi bara skila sér út í verðlagið í formi verðbólgu. Hver er þá tilgangurinn með launahækkununum?“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir alla tapa ef verkalýðsfélög ganga of langt í kröfum sínum. „Afleiðingarnar verða vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa,“ segir hann. Útlit er fyrir erfiðar kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði í vetur en fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Harður tónn er í forystumönnum launþegahreyfingarinnar sem hafa sumir hverjir sagt að „frostavetur“ sé fram undan verði ekki gripið til róttækra aðgerða. Er þá ekki aðeins krafist krónutöluhækkana launa heldur er jafnframt kallað eftir því, til dæmis af hálfu VR, að verðtryggingin verði afnumin, vextir lækkaðir og húsnæðisliðurinn tekinn út úr vísitölu neysluverðs. Starfsgreinasambandið og VR hafa sjálf ekki lagt mat á hvað kröfur þeirra kunni að kosta atvinnurekendur.Gylfi Zoega hagfræðiprófessorMinna svigrúm en síðast Til samanburðar við fyrirliggjandi kröfur stéttarfélaga landsins upp á yfir hundrað prósenta launahækkanir á næstu þremur árum telur Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Íslands, að svigrúmið til hækkana sé um fjögur prósent á ári ef markmiðið sé að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Í nýlegri skýrslu sem Gylfi vann fyrir forsætisráðuneytið segir hann umrætt svigrúm minna nú en í síðustu kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem undirritaðir voru árið 2015. „Við kjarasamninga í haust skiptir höfuðmáli að samið verði um raunhæfar hækkanir sem styðja við framkvæmd peningastefnu og stjórn ríkisfjármála þannig að áfram verði unnt að tryggja lága vexti, litla verðbólgu, áframhaldandi hagvöxt og vaxandi kaupmátt launa,“ segir í skýrslu Gylfa. Í kröfugerð Starfsgreinasambandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins, sem öll 19 aðildarfélög sambandsins standa að, er meðal annars krafist 425 þúsund króna lágmarkslauna við lok þriggja ára samningstíma í lok árs 2021, „að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skattkerfisbreytinga, þannig að sköttum verði létt af lægstu launum og lægri millilaunum“, eins og það er orðað í kröfugerðinni. Það þýðir með öðrum orðum að byrjunarlaun hækki úr tæpum 267 þúsund krónum í 425 þúsund krónur eða um rúmlega 158 þúsund krónur. Er nefnt í formála að kröfugerðinni að forsenda þess að skrifað verði undir kjarasamninga í vetur sé að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum sem mæti opinberum framfærsluviðmiðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku telja umrædda kröfu raunhæfa. „Við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ sagði Björn.Mynd/FréttablaðiðFleiri yfirvinnutímar Í kröfugerðinni er jafnframt ákvæði um að markvisst verði stefnt að styttingu vinnuvikunnar í 32 stundir án launaskerðingar á samningstímanum. Útreikningar leiða í ljós að slík stytting fæli í sér um fjórðungshækkun á tímakaupi og álagsgreiðslum í dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu og sömu launahækkun fyrir starfsfólk í hlutastarfi. Á sama tíma myndi yfirvinnutímum launafólks fjölga um 34 talsins á mánuði og yfirvinnugreiðslur allra nema hlutafólks þannig aukast sem nemur fækkun dagvinnutíma. Afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að heildarmánaðarlaun starfsfólk í lægsta launaflokki myndu hækka úr liðlega 267 þúsund krónum í rúmar 616 þúsund krónur að meðaltali á þremur árum. Hækkunin næmi nánar tiltekið 131 prósenti. Hvað varðar heildarlaun almenns iðnverkafólks í sama launaflokki, en það fékk að jafnaði greiddar 20 yfirvinnustundir á mánuði í fyrra, myndu kröfur Starfsgreinasambandsins leiða til þess að þau hækkuðu úr 375 þúsund krónum í ríflega 809 þúsund krónur að meðaltali. Hækkunin yrði um 116 prósent. Því til viðbótar krefst Starfsgreinasambandið þess að vinnuskylda í vaktavinnu verði 80 prósent af vinnutíma dagvinnufólks og fyrir það verði greidd full laun. Felur það í sér 25 prósenta hækkun tímakaups og þar með vaktaálags þeirra sem starfa á vöktum en áætlað er að um 15 prósent félagsmanna Starfsgreinasambandsins vinni vaktavinnu. Fleiri yfirvinnutímar vaktavinnufólks, sem nemur fækkun dagvinnustunda, myndu vitaskuld auka launakostnaðinn enn frekar. Kröfur sambandsins fælu þannig í sér, svo dæmi sé tekið, að heildarlaun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum myndu hækka að meðaltali úr 365 þúsund krónum í ríflega 902 þúsund krónur. Er það kauphækkun upp á allt að 150 prósent. Þess ber að geta að í kröfugerð sinni áskilur Starfsgreinasambandið sér rétt til þess að gera frekari kröfur gagnvart Samtökum atvinnulífsins innan einstakra starfsgreina. Þær kröfur eru ekki enn komnar fram.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkGæti haft alvarleg áhrif Björn bendir á að launaskrið undanfarinna ára hafi verið mun meira hér á landi en í helstu nágrannaþjóðum okkar. Á meðan hérlendur launakostnaður hafi hækkað um tugi prósenta í evrum nemi hækkunin til að mynda fáeinum prósentum í Noregi. „Boðaðar hækkanir leggjast ekki vel í okkur. Það verður að segjast,“ nefnir hann og bendir á að ef veturinn verði átakamikill á vinnumarkaði, eins og sumir verkalýðsleiðtogar hafi boðað, geti það haft alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Ef það verða einhverjar skærur á vinnumarkaði í byrjun næsta árs, til dæmis í febrúar, mars og apríl þegar bókunartímabil ferðamanna stendur sem hæst, gæti það haft þau áhrif að það yrði algjört hrun í ferðaþjónustunni næsta sumar,“ segir Björn. Hann nefnir að ytri aðstæður hafi versnað umtalsvert að undanförnu. Ísland sé dýr áfangastaður í augum ferðamanna og þá hafi hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu og aukinn launakostnaður bitnað á afkomunni. „Við höfum unnið að því undanfarið ár að hagræða í rekstri. Stór hluti af okkar vöruframboði eru dagsferðir og síðasta árið höfum við arðsemisgreint hverja einustu vöru og dregið úr framboði því sumar vörur bera sig einfaldlega ekki. Ef launakostnaður hækkar þýðir það að fleiri vörur munu ekki bera sig og þá munum við þurfa að draga saman seglin enn meira. Við getum ekki velt þessu beint út í verðlagið,“ segir Björn. Fimm stærstu rútufyrirtæki landsins töpuðu samanlagt um 320 milljónum króna á síðasta ári en þar af nam tap stærsta fyrirtækisins, Kynnisferða, 314 milljónum króna. „Við höfum verið að berjast á fullu á þessu ári við að rétta það af en það er tvísýnt að það náist,“ nefnir Björn.Mynd/FréttablaðiðVara við óraunhæfum kröfum Aðspurður segir Halldór Benjamín atvinnurekendur vara við óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaga í aðdraganda kjarasamninga. „Efnahagslífið kólnar hratt um þessar mundir. Laun og kaupgeta almennings hafa hækkað mjög mikið síðustu þrjú ár. Það er kraftaverk ef það tekst að viðhalda núverandi lífskjörum,“ segir hann. Halldór Benjamín nefnir að krónan hafi veikst undanfarið og muni ekki styrkjast í bráð. Verðbólga fari vaxandi vegna hærra innflutningsverðs og þá standi fyrirtæki í miklum hagræðingaraðgerðum í glímunni við háan launakostnað. „Þessar aðstæður þarf að nálgast af yfirvegun og skynsemi. Okkur ber að læra af reynslunni því við höfum margoft staðið í sömu sporum. Besta sóknaráætlunin er víðtæk samstaða um að viðhalda þeim mikla lífskjarabata sem almenningur hefur náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Nái kröfur Starfsgreinasambands Íslands fram að ganga í komandi kjaraviðræðum vetrarins gæti launakostnaður sumra fyrirtækja meira en tvöfaldast og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent, samkvæmt útreikningum sem byggðir eru á kröfugerð samninganefndar sambandsins sem kynnt var síðasta miðvikudag. Þannig myndu kröfur sambandsins um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar meðal annars leiða til þess að heildarmánaðarlaun hópferðabílstjóra innan Eflingar færu úr að meðaltali 545 þúsund krónum í rúmar 1.080 þúsund krónur á þremur árum og hækkuðu þannig um 98 prósent. Launahækkun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum, sem vinna á tólf tíma vöktum, gæti jafnframt numið allt að 150 prósentum, svo annað dæmi sé tekið, ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ef launahækkanir verða óeðlilega miklar munum við áfram þurfa að halda að okkur höndum, skera niður framboð enn meira og fækka fólki,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem telur ekki innistæðu í atvinnulífinu fyrir miklum hækkunum á launum. „Slíkt myndi bara skila sér út í verðlagið í formi verðbólgu. Hver er þá tilgangurinn með launahækkununum?“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir alla tapa ef verkalýðsfélög ganga of langt í kröfum sínum. „Afleiðingarnar verða vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa,“ segir hann. Útlit er fyrir erfiðar kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði í vetur en fjöldi kjarasamninga losnar um áramótin. Harður tónn er í forystumönnum launþegahreyfingarinnar sem hafa sumir hverjir sagt að „frostavetur“ sé fram undan verði ekki gripið til róttækra aðgerða. Er þá ekki aðeins krafist krónutöluhækkana launa heldur er jafnframt kallað eftir því, til dæmis af hálfu VR, að verðtryggingin verði afnumin, vextir lækkaðir og húsnæðisliðurinn tekinn út úr vísitölu neysluverðs. Starfsgreinasambandið og VR hafa sjálf ekki lagt mat á hvað kröfur þeirra kunni að kosta atvinnurekendur.Gylfi Zoega hagfræðiprófessorMinna svigrúm en síðast Til samanburðar við fyrirliggjandi kröfur stéttarfélaga landsins upp á yfir hundrað prósenta launahækkanir á næstu þremur árum telur Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Íslands, að svigrúmið til hækkana sé um fjögur prósent á ári ef markmiðið sé að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Í nýlegri skýrslu sem Gylfi vann fyrir forsætisráðuneytið segir hann umrætt svigrúm minna nú en í síðustu kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem undirritaðir voru árið 2015. „Við kjarasamninga í haust skiptir höfuðmáli að samið verði um raunhæfar hækkanir sem styðja við framkvæmd peningastefnu og stjórn ríkisfjármála þannig að áfram verði unnt að tryggja lága vexti, litla verðbólgu, áframhaldandi hagvöxt og vaxandi kaupmátt launa,“ segir í skýrslu Gylfa. Í kröfugerð Starfsgreinasambandsins á hendur Samtökum atvinnulífsins, sem öll 19 aðildarfélög sambandsins standa að, er meðal annars krafist 425 þúsund króna lágmarkslauna við lok þriggja ára samningstíma í lok árs 2021, „að því gefnu að ekki komi til umtalsverðra skattkerfisbreytinga, þannig að sköttum verði létt af lægstu launum og lægri millilaunum“, eins og það er orðað í kröfugerðinni. Það þýðir með öðrum orðum að byrjunarlaun hækki úr tæpum 267 þúsund krónum í 425 þúsund krónur eða um rúmlega 158 þúsund krónur. Er nefnt í formála að kröfugerðinni að forsenda þess að skrifað verði undir kjarasamninga í vetur sé að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum sem mæti opinberum framfærsluviðmiðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku telja umrædda kröfu raunhæfa. „Við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ sagði Björn.Mynd/FréttablaðiðFleiri yfirvinnutímar Í kröfugerðinni er jafnframt ákvæði um að markvisst verði stefnt að styttingu vinnuvikunnar í 32 stundir án launaskerðingar á samningstímanum. Útreikningar leiða í ljós að slík stytting fæli í sér um fjórðungshækkun á tímakaupi og álagsgreiðslum í dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu og sömu launahækkun fyrir starfsfólk í hlutastarfi. Á sama tíma myndi yfirvinnutímum launafólks fjölga um 34 talsins á mánuði og yfirvinnugreiðslur allra nema hlutafólks þannig aukast sem nemur fækkun dagvinnutíma. Afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að heildarmánaðarlaun starfsfólk í lægsta launaflokki myndu hækka úr liðlega 267 þúsund krónum í rúmar 616 þúsund krónur að meðaltali á þremur árum. Hækkunin næmi nánar tiltekið 131 prósenti. Hvað varðar heildarlaun almenns iðnverkafólks í sama launaflokki, en það fékk að jafnaði greiddar 20 yfirvinnustundir á mánuði í fyrra, myndu kröfur Starfsgreinasambandsins leiða til þess að þau hækkuðu úr 375 þúsund krónum í ríflega 809 þúsund krónur að meðaltali. Hækkunin yrði um 116 prósent. Því til viðbótar krefst Starfsgreinasambandið þess að vinnuskylda í vaktavinnu verði 80 prósent af vinnutíma dagvinnufólks og fyrir það verði greidd full laun. Felur það í sér 25 prósenta hækkun tímakaups og þar með vaktaálags þeirra sem starfa á vöktum en áætlað er að um 15 prósent félagsmanna Starfsgreinasambandsins vinni vaktavinnu. Fleiri yfirvinnutímar vaktavinnufólks, sem nemur fækkun dagvinnustunda, myndu vitaskuld auka launakostnaðinn enn frekar. Kröfur sambandsins fælu þannig í sér, svo dæmi sé tekið, að heildarlaun ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum myndu hækka að meðaltali úr 365 þúsund krónum í ríflega 902 þúsund krónur. Er það kauphækkun upp á allt að 150 prósent. Þess ber að geta að í kröfugerð sinni áskilur Starfsgreinasambandið sér rétt til þess að gera frekari kröfur gagnvart Samtökum atvinnulífsins innan einstakra starfsgreina. Þær kröfur eru ekki enn komnar fram.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkGæti haft alvarleg áhrif Björn bendir á að launaskrið undanfarinna ára hafi verið mun meira hér á landi en í helstu nágrannaþjóðum okkar. Á meðan hérlendur launakostnaður hafi hækkað um tugi prósenta í evrum nemi hækkunin til að mynda fáeinum prósentum í Noregi. „Boðaðar hækkanir leggjast ekki vel í okkur. Það verður að segjast,“ nefnir hann og bendir á að ef veturinn verði átakamikill á vinnumarkaði, eins og sumir verkalýðsleiðtogar hafi boðað, geti það haft alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna. „Ef það verða einhverjar skærur á vinnumarkaði í byrjun næsta árs, til dæmis í febrúar, mars og apríl þegar bókunartímabil ferðamanna stendur sem hæst, gæti það haft þau áhrif að það yrði algjört hrun í ferðaþjónustunni næsta sumar,“ segir Björn. Hann nefnir að ytri aðstæður hafi versnað umtalsvert að undanförnu. Ísland sé dýr áfangastaður í augum ferðamanna og þá hafi hækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu og aukinn launakostnaður bitnað á afkomunni. „Við höfum unnið að því undanfarið ár að hagræða í rekstri. Stór hluti af okkar vöruframboði eru dagsferðir og síðasta árið höfum við arðsemisgreint hverja einustu vöru og dregið úr framboði því sumar vörur bera sig einfaldlega ekki. Ef launakostnaður hækkar þýðir það að fleiri vörur munu ekki bera sig og þá munum við þurfa að draga saman seglin enn meira. Við getum ekki velt þessu beint út í verðlagið,“ segir Björn. Fimm stærstu rútufyrirtæki landsins töpuðu samanlagt um 320 milljónum króna á síðasta ári en þar af nam tap stærsta fyrirtækisins, Kynnisferða, 314 milljónum króna. „Við höfum verið að berjast á fullu á þessu ári við að rétta það af en það er tvísýnt að það náist,“ nefnir Björn.Mynd/FréttablaðiðVara við óraunhæfum kröfum Aðspurður segir Halldór Benjamín atvinnurekendur vara við óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaga í aðdraganda kjarasamninga. „Efnahagslífið kólnar hratt um þessar mundir. Laun og kaupgeta almennings hafa hækkað mjög mikið síðustu þrjú ár. Það er kraftaverk ef það tekst að viðhalda núverandi lífskjörum,“ segir hann. Halldór Benjamín nefnir að krónan hafi veikst undanfarið og muni ekki styrkjast í bráð. Verðbólga fari vaxandi vegna hærra innflutningsverðs og þá standi fyrirtæki í miklum hagræðingaraðgerðum í glímunni við háan launakostnað. „Þessar aðstæður þarf að nálgast af yfirvegun og skynsemi. Okkur ber að læra af reynslunni því við höfum margoft staðið í sömu sporum. Besta sóknaráætlunin er víðtæk samstaða um að viðhalda þeim mikla lífskjarabata sem almenningur hefur náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira