Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 18:53 Forseti borgarstjórnar lætur gagnrýni á ræðu sína sem vind um eyru fjúka og segir takmarkinu með henni náð. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“ Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“
Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15