Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 18:53 Forseti borgarstjórnar lætur gagnrýni á ræðu sína sem vind um eyru fjúka og segir takmarkinu með henni náð. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“ Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“
Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15