Byggjum fleiri íbúðir Sigurður Hannesson skrifar 17. október 2018 07:30 Engum dylst það ástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaði. Landsmönnum hefur fjölgað hraðar í góðæri undanfarinna ára en spáð var en íbúðum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Húsnæðisverð hefur hækkað umfram launaþróun síðustu ár, leiguverð hefur að sama skapi hækkað og erfiðara er fyrir nýja kaupendur að eignast sína fyrstu íbúð. Lausnin á þessum vanda er ljós. Eina raunhæfa leiðin til að bæta úr þessari stöðu er að byggja fleiri íbúðir, auka framboðið. Of fáar íbúðir voru byggðar á undanförnum árum. Á árunum 2010-2017 voru 2.400 íbúðir byggðar í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eða um 300 íbúðir á ári að meðaltali. Svipaða sögu má segja um önnur sveitarfélög. Í fyrra voru 6 nýir íbúar í landinu um hverja nýja íbúð og á árinu 2016 voru þeir 4. Þess vegna er uppsafnaður vandi og hefur Íbúðalánasjóður metið að þúsundir íbúða vanti á markaðinn til viðbótar við þær íbúðir sem þarf að byggja á hverju ári til að halda í við fjölgun landsmanna. Með einföldun á regluverki er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir. Hér á landi er ferli við byggingarframkvæmdir flóknara en á Norðurlöndunum, fleiri skref þarf að taka hér en þar. Þá gerir regluverkið ráð fyrir sömu kröfum hvort sem um ræðir einföld mannvirki eða flókin þegar kemur að byggingareftirliti. Þannig er sama ferli við að byggja einbýlishús og hátæknisjúkrahús svo dæmi sé tekið. Í öðrum löndum hefur verið tekið tillit til þessa og svo á einnig að gera hér á landi. Sveitarfélögin eiga að stuðla að uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Skipulagsmál eru eitt af mikilvægari málum sem sveitarstjórnir hafa á sinni könnu og þar með hafa sveitarfélögin talsvert um það að segja hvers konar íbúðir eru byggðar og hvar. Það segir sig sjálft að dýrar íbúðir eru ekki hugsaðar sem fyrstu kaup. Ráðast þarf að rótum vandans og byggja fleiri íbúðir. Það verður ekki gert nema með samhentu átaki ríkis, sveitarfélaga, byggingariðnaðar og aðila vinnumarkaðar. Iðnaðurinn er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst það ástand sem nú ríkir á húsnæðismarkaði. Landsmönnum hefur fjölgað hraðar í góðæri undanfarinna ára en spáð var en íbúðum hefur ekki fjölgað að sama skapi. Húsnæðisverð hefur hækkað umfram launaþróun síðustu ár, leiguverð hefur að sama skapi hækkað og erfiðara er fyrir nýja kaupendur að eignast sína fyrstu íbúð. Lausnin á þessum vanda er ljós. Eina raunhæfa leiðin til að bæta úr þessari stöðu er að byggja fleiri íbúðir, auka framboðið. Of fáar íbúðir voru byggðar á undanförnum árum. Á árunum 2010-2017 voru 2.400 íbúðir byggðar í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eða um 300 íbúðir á ári að meðaltali. Svipaða sögu má segja um önnur sveitarfélög. Í fyrra voru 6 nýir íbúar í landinu um hverja nýja íbúð og á árinu 2016 voru þeir 4. Þess vegna er uppsafnaður vandi og hefur Íbúðalánasjóður metið að þúsundir íbúða vanti á markaðinn til viðbótar við þær íbúðir sem þarf að byggja á hverju ári til að halda í við fjölgun landsmanna. Með einföldun á regluverki er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir. Hér á landi er ferli við byggingarframkvæmdir flóknara en á Norðurlöndunum, fleiri skref þarf að taka hér en þar. Þá gerir regluverkið ráð fyrir sömu kröfum hvort sem um ræðir einföld mannvirki eða flókin þegar kemur að byggingareftirliti. Þannig er sama ferli við að byggja einbýlishús og hátæknisjúkrahús svo dæmi sé tekið. Í öðrum löndum hefur verið tekið tillit til þessa og svo á einnig að gera hér á landi. Sveitarfélögin eiga að stuðla að uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Skipulagsmál eru eitt af mikilvægari málum sem sveitarstjórnir hafa á sinni könnu og þar með hafa sveitarfélögin talsvert um það að segja hvers konar íbúðir eru byggðar og hvar. Það segir sig sjálft að dýrar íbúðir eru ekki hugsaðar sem fyrstu kaup. Ráðast þarf að rótum vandans og byggja fleiri íbúðir. Það verður ekki gert nema með samhentu átaki ríkis, sveitarfélaga, byggingariðnaðar og aðila vinnumarkaðar. Iðnaðurinn er tilbúinn.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun