Tók Nexus fimm ár að sprengja utan af sér húsnæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2018 13:51 Í kjallara Glæsibæjar munu spilaáhugamenn og bókmenntaunnendur hreiðra um sig í nýrri verslun Nexus. Vísir/Vilhelm Eftir aðeins fimm og hálft ár í Nóatúni hafa aðstandendur sérvöruverslunarinnar Nexus tekið ákvörðun um að stækka rækilega við sig. Til stendur að opna nýja, 1630 fermetra verslun í kjallara Glæsibæjar, sem eitt sinn hýsti íþróttavöruverslunina Útilíf. Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir ástæðuna fyrir flutningunum einfalda: Starfsemin hafi hreinlega verið búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Nóatúni, þangað sem Nexus flutti árið 2013. Verslunin sérhæfir sig í verslun með myndasögur, borðspil, bækur, leikföng, DVD myndir, veggspjöld - í raun öllu því sem tengist vísindaskáldskap eða ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum sem Gísli segir að verði vinsælli með hverju árinu. Nýja húsnæðinu fylgja margvíslegir kostir, að sögn Gísla. Ekki aðeins er rýmið um tvöfalt stærra en verslunin í Nóatúni; sem býður upp á stærri spilaaðstöðu, skrifstofu, verslun og lager, heldur einnig mikið magn bílastæða auk þægilegra strætósamgangna. Þar að auki hafi aðstandendur Nexus fjölda nýrra hugmynda, að sögn Gísla, sem hægt verður að hrinda í framkvæmd með auknu plássi. Hann segir þó of snemmt að gefa upp hvað stendur til, það komi í ljós í fyllingu tímans. Gísli Einarsson, eigandi Nexus.Vísir/GVA Hann segir að nú sé unnið að því að koma aðstöðunni í stand, en ekki hefur verið rekstur í rýminu í um tvö ár. Til að mynda þurfa að bæta aðgengismál en rúllustigarnir fyrir framan verslunina eru sem stendur í ólagi. Þá sé jafnframt ætlunin að standsetja lyftu sem notendur hjólastóla og aðrir sem eiga erfitt með gang geti nýtt sér. Miðbæjaropnun hugsanleg Áður en Nexus fluttist í Nóatún hafði verslunin aðsetur á Hverfisgötu og voru margir sem grétu brotthvarf búðarinnar úr miðbænum, eftir um 18 ára veru þar. Þá opnaði Nexus jafnframt útibú í Kringlunni í nóvember árið 2016. Gísli segir að fari svo að verslunin nái að skjóta almennilega rótum í Glæsibæ sé hreint ekki útilokað að Nexus „opni eina litla miðbæjarverslun líka. Það er alveg möguleiki, það fer eftir því hvernig staðan verður hérna eftir tvö - þrjú ár,“ segir Gísli. Þó miðbæjaropnun sé ennþá aðeins á hugmyndastigi sér Gísli fyrir sér að sú verslun myndi leggja mesta áherslu á bókmenntir, jafnt bækur sem og teiknimyndasögur. „Og kannski eitthvað fyrir túristana, en þetta eru bara pælingar. Þetta er samt ekki eitthvað sem verður ráðist í fyrr en við vitum að við höfum gert rétt með þessari stækkun,“ bætir Gísli við. Vonir standa til að hægt verði að opna Nexus í Glæsibæ í lok vikunnar - í síðasta lagi um helgina. Í það minnsta verið blásið til heljarinnar opnunargleði á laugardag. Spilaaðstaðan í Nóatúni verði þó opin í einhverjar vikur að en hún flyst svo alfarið í stærra rými við hlið verslunarinnar í kjallara Glæsibæjar. Borðspil Reykjavík Verslun Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Eftir aðeins fimm og hálft ár í Nóatúni hafa aðstandendur sérvöruverslunarinnar Nexus tekið ákvörðun um að stækka rækilega við sig. Til stendur að opna nýja, 1630 fermetra verslun í kjallara Glæsibæjar, sem eitt sinn hýsti íþróttavöruverslunina Útilíf. Gísli Einarsson, eigandi Nexus, segir ástæðuna fyrir flutningunum einfalda: Starfsemin hafi hreinlega verið búin að sprengja utan af sér húsnæðið í Nóatúni, þangað sem Nexus flutti árið 2013. Verslunin sérhæfir sig í verslun með myndasögur, borðspil, bækur, leikföng, DVD myndir, veggspjöld - í raun öllu því sem tengist vísindaskáldskap eða ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum sem Gísli segir að verði vinsælli með hverju árinu. Nýja húsnæðinu fylgja margvíslegir kostir, að sögn Gísla. Ekki aðeins er rýmið um tvöfalt stærra en verslunin í Nóatúni; sem býður upp á stærri spilaaðstöðu, skrifstofu, verslun og lager, heldur einnig mikið magn bílastæða auk þægilegra strætósamgangna. Þar að auki hafi aðstandendur Nexus fjölda nýrra hugmynda, að sögn Gísla, sem hægt verður að hrinda í framkvæmd með auknu plássi. Hann segir þó of snemmt að gefa upp hvað stendur til, það komi í ljós í fyllingu tímans. Gísli Einarsson, eigandi Nexus.Vísir/GVA Hann segir að nú sé unnið að því að koma aðstöðunni í stand, en ekki hefur verið rekstur í rýminu í um tvö ár. Til að mynda þurfa að bæta aðgengismál en rúllustigarnir fyrir framan verslunina eru sem stendur í ólagi. Þá sé jafnframt ætlunin að standsetja lyftu sem notendur hjólastóla og aðrir sem eiga erfitt með gang geti nýtt sér. Miðbæjaropnun hugsanleg Áður en Nexus fluttist í Nóatún hafði verslunin aðsetur á Hverfisgötu og voru margir sem grétu brotthvarf búðarinnar úr miðbænum, eftir um 18 ára veru þar. Þá opnaði Nexus jafnframt útibú í Kringlunni í nóvember árið 2016. Gísli segir að fari svo að verslunin nái að skjóta almennilega rótum í Glæsibæ sé hreint ekki útilokað að Nexus „opni eina litla miðbæjarverslun líka. Það er alveg möguleiki, það fer eftir því hvernig staðan verður hérna eftir tvö - þrjú ár,“ segir Gísli. Þó miðbæjaropnun sé ennþá aðeins á hugmyndastigi sér Gísli fyrir sér að sú verslun myndi leggja mesta áherslu á bókmenntir, jafnt bækur sem og teiknimyndasögur. „Og kannski eitthvað fyrir túristana, en þetta eru bara pælingar. Þetta er samt ekki eitthvað sem verður ráðist í fyrr en við vitum að við höfum gert rétt með þessari stækkun,“ bætir Gísli við. Vonir standa til að hægt verði að opna Nexus í Glæsibæ í lok vikunnar - í síðasta lagi um helgina. Í það minnsta verið blásið til heljarinnar opnunargleði á laugardag. Spilaaðstaðan í Nóatúni verði þó opin í einhverjar vikur að en hún flyst svo alfarið í stærra rými við hlið verslunarinnar í kjallara Glæsibæjar.
Borðspil Reykjavík Verslun Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur