Umhverfisstofnun gaf í gær lögmanni breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. vikufrest til að skila skýrslu um framvindu mála við flak þýska flutningaskipsins SS Minden.
Í tölvuskeyti til lögmannsins, Braga Dórs Hafþórssonar hjá lögmannsstofunni Lex, vísar Umhverfisstofnun í ákvæði starfsleyfis AMS um að félagið skuli að lokinni framkvæmd „standa skil á skýrslu um niðurstöður mælinga og skráningar“ eins og segir í skeytinu.
Eins og kunnugt er hugðist AMS ná skáp með gulli úr póstherbergi Minden
