Skynsemi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2018 06:00 Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hin raunverulegu tíðindi sem bárust úr Hæstarétti í síðustu viku, í máli íslenska ríkisins gegn Frjálsum kjötvörum, eru ekki þau að hið opinbera hafi á ný orðið uppvíst að því að brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um bann við innflutningi á fersku kjöti frá Evrópska efnahagssvæðinu. Hin raunverulegu tíðindi eru fólgin í vilja ríkisins til að eyða tíma, orku og peningum í tapað mál. Augljóst var hver niðurstaðan yrði, sérstaklega í ljósi dóms EFTA-dómstólsins frá því í nóvember á síðasta ári þar sem bannið var sagt á skjön við samninginn. Andstæðingar innflutnings á hráu kjöti og öðrum búvörum hafa farið fram með gífuryrðum og oft misvísandi fullyrðingum um að afnám bannsins muni hafa bein og afgerandi áhrif á lýðheilsu á Íslandi. Íslensku búfjárkynin muni hverfa af sjónarsviðinu og heilsu Íslendinga muni hraka hratt með auknu flæði smitefna til landsins. Í þessari afbökuðu orðræðu er sannleikskorn að finna. Óheftur innflutningur búvöru getur haft neikvæð áhrif með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og matarborinna sjúkdóma. Fjórar vel unnar skýrslur, gerðar að beiðni yfirvalda, undirstrika þessa áhættu. Óheftur innflutningur er hins vegar ekki það sem er til umræðu, að minnsta kosti ekki í því samhengi sem andstæðingar innflutnings hafa kosið að heyja baráttu sína. Í skýrslum ríkisins er eftirlits-, tilkynningar- og vöktunarkerfi ESB gefinn lítill gaumur. Vörurnar sem um ræðir lúta sama eftirliti og allar íslenskar búvörur. Sé innflutningurinn í samræmi við reglur eftirlitskerfisins er hægt að lágmarka hættu á útbreiðslu smitefna og þannig gera neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra óveruleg. Frjálst flæði búvara til og frá Noregi hefur gengið vel, og lítið hefur borið á áföllum í norskri lýðheilsu eða dýraheilbrigði. Einnig ber að hafa í huga að kjöt hefur verið flutt til landsins í stórum stíl undanfarin ár, um leið og skortur er á vísindalegum gögnum um kosti 30 daga frystiskyldu. Vísbendingar eru um að sá tími dugi ekki til að koma í veg fyrir að sýktar vörur rati á markað. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt fram á að frysting matvæla er heldur gagnslaus aðferð, þó svo að frysting dragi sannarlega úr fjölda kamfýlóbaktera í matvælunum. Áhyggjur af áhrifum innflutnings á matvælum eru eðlilegar og um fram allt nauðsynlegar, þá sérstaklega með tilliti til sýklalyfjaónæmis. Því er það með ólíkindum að íslensk yfirvöld hafi ekki nú þegar hafið undirbúning að breyttu og lögmætu fyrirkomulagi innflutningsins. Það vill nefnilega svo til að velferð neytenda og hagstæðara umhverfi þeirra eru ekki andstæðir pólar, heldur fara þessar tvær áherslur ágætlega saman. Hins vegar eru önnur og öflugri rök fyrir því að standa ekki í slíkum innflutningi. Rekja má um einn fimmta af heimslosun gróðurhúsalofttegunda til ræktunar búpenings. Að neytendur taki skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir um mataræði sitt er eitt af lykilatriðum þegar baráttan við loftslagsbreytingar er annars vegar. Í þessu samhengi er viljinn til að standa í stórfelldum innflutningi á kjöti fjarstæðukennd hugmynd og algjörlega úr takti við það verkefni sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir. Það er á þessu sviði sem yfirvöld ættu að eyða tíma sínum, orku og peningum, en ekki í þras fyrir dómstólum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun