Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2018 08:00 Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður segir stjórnina funda daglega um þessar mundir. fréttablaðið/anton brink „Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent