Selfoss getur mætt stórliðum handboltans í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2018 07:00 Patrekur vonast til að mæta Kiel í næstu umferð. Fréttablaðið/eyþór Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00