Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 22:00 Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira
Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir.
Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29