Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 14:23 Ræðismannsskrifstofan í Istanbúl þar sem talið er að Khashoggi hafi verið myrtur. Þrátt fyrir loforð þar um hafa Sádar ekki hleypt tyrkneskum yfirvöldum á skrifstofuna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09