Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 18:02 Jared Kushner stendur hér fyrir aftan tengaföður sinn. AP/Pablo Martinez Monsivais Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00