Dýr deila um eignafyrirkomulag lagna og frárennslis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 08:52 Fjórar íbúðir eru í húsinu á Bústaðavegi 99 og 101. Fréttablaðið/Eyþór Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Deila um eignafyrirkomulag á frárennslis- og skólplögnum Bústaðavegs 99-101 endaði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um sameign húseigenda væri að ræða. Málið var dæmt stefndu í óhag og þurftu þau að auki að greiða 2,5 milljónir í málskostnað. Húsið sem um ræðir er tveggja húsnúmera fjöleignarhús, byggt árið 1956, með fjórum íbúðum, tveimur íbúðum á hvoru húsnúmeri. Eigendur austurhluta hússins töldu að lagnir hússins væru séreign hvers um sig en eigendur vesturhlutans að um sameign allra eigendanna fjögurra væri að ræða. Lagnir í austurhlutanum voru endurnýjaðar að mestu árið 2014 en árið 2015 töldu eigendur vesturhlutans rétt að lagfæra þær sín megin. Austurhlutaeigendur töldu þá að þeim væri óskylt að taka þátt í kostnaði sem af því hlaust og var dómsmál því höfðað. Stefnendur málsins, eigendur vesturhlutans, létu dómkveðja matsmann til að meta ástand lagnanna. Því mati vildu hinir eigendurnir ekki una og fóru fram á yfirmat. Var það nær samhljóða því fyrra um að lagnakerfin væru að mestu aðskilin, viðhald væri aðkallandi og að viðgerð austurhlutans árið 2014 hefði ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöðu dómsins sagði að þó kerfin væru að mestu aðskilin þá rynnu frárennsli regnvatns og aðkoma að stofnlögn saman. Vanræksla hluta kerfisins væri til þess fallin að raska hagsmunum allra. Sanngjarnast væri fyrir heildina að meta kerfið sem eina heild og að kostnaður við viðgerð skiptist jafnt niður á eigendur eftir hlutfallstölu eignarhluta. Kröfu um að nauðsynlegt væri að ráðast í viðgerðir var hins vegar vísað frá dómi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira