Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2018 07:15 Enginn starfar hjá Strætó í dag fyrir milligöngu Elju en nokkrir hafa verið fastráðnir sem komu þaðan. Fréttablaðið/Stefán Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Í yfirlýsingu Strætó sem send var fjölmiðlum í fyrradag um bílstjóra sem ráðnir hafa verið í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju kemur fram að þeir hafi haft húsaleigusamning við Elju en leigan hafi verið dregin af launum þeirra hjá Strætó. Í svari Strætó við fyrirspurn Samtaka leigjenda frá árinu 2016 er hins vegar fullyrt að Strætó komi ekki með neinum hætti að innheimtu leigugreiðslna. „Strætó kemur ekki með neinum hætti að leigu, leigusamningum eða leigukostnaði viðkomandi starfsmanna né dregur leigukostnað frá launum þeirra. Þeir sjá um þær greiðslur algjörlega sjálfir til viðkomandi eigenda,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn frá Samtökum leigjenda. „Á þessum tíma var mikill skortur á leiguhúsnæði og við vorum að forvitnast um hvernig þessir starfsmenn myndu búa, en það var töluvert um að verkafólk héldi til í iðnaðarhúsnæði vegna húsnæðisskorts,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, fyrrverandi formaður Samtaka leigjenda. Í svari Strætó kemur fram að starfsmennirnir komi til starfa hjá Strætó í gegnum ráðningarþjónustuna Elju, sem útvegi þeim leiguhúsnæði. Um sé að ræða íbúðarhúsnæði í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og muni starfsmennirnir búa saman í íbúðum. Þeir eigi kost á að velja annaðhvort einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi. Leiguverð á mánuði sé 45-60 þúsund krónur eftir því hvort þeir velja að vera einir eða tveir saman í herbergi. „Á þeim tímapunkti þegar ég svaraði þessum pósti frá Leigjendasamtökunum, þá lá í rauninni ekki fyrir neitt samkomulag um að við myndum draga húsaleigu af starfsmönnunum og þess vegna svaraði ég þessu með þessum hætti,“ segir Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó. Hún segir að langan tíma hafi tekið að fá öll nauðsynleg gögn að utan, skilríki, ökuréttindi og þess háttar og umræða um húsnæðismálin hafi setið á hakanum. „Það var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til umræðu og rætt hvort við séum tilbúin til að draga leiguna af launum, ég samþykki það en gegn því að það liggi fyrir samþykki allra starfsmannanna.“ Samþykki hafi svo komið frá þeim öllum og Strætó í kjölfarið samþykkt tillögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sigríður segir þetta samkomulag þannig ekki hafa legið fyrir fyrr en eftir að hún svaraði póstinum frá Samtökum leigjenda. Málefni Strætó og starfsmannaþjónustunnar komust í hámæli eftir að Sanna Magdalena Mörtudóttir birti langa færslu á Facebook um meinta bága stöðu erlendra starfsmanna Strætó. Í kjölfarið birti Strætó fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem því er hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir að fyrirtækið hafi leitað til Elju haustið 2017 vegna aukinnar starfsmannaþarfar í kjölfar breytinga og bættrar þjónustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leitaði Strætó hins vegar fyrst til Elju vorið 2016 og hefur mannað sumarafleysingar með aðstoð Elju þrjú undanfarin sumur en ekki einungis sumarið 2018 eins og skilja mátti á yfirlýsingu Strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17 Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
70 þúsund króna húsaleiga var dregin af launum þrjátíu vagnstjóra Strætó Strætó bs. hafnar því að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna. Fyrirtækið segist þó hafa dregið 70 þúsund krónur af launum þrjátíu erlendra vagnstjóra sem störfuðu hjá fyrirtækinu sumarið 2018. 11. október 2018 14:17
Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Strætó hefur notast við starfsfólk starfsmannaleigu lengur en fyrirtækið greindi upphaflega frá. 12. október 2018 07:15