Hægriflokkurinn vill stýra einn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2018 08:15 Tillögu Ulfs Kristersson hefur ekki verið vel tekið en illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Vísir/EPA Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna), sagði í gær að flokkur hans væri tilbúinn til þess að mynda einn minnihlutastjórn án aðkomu hinna flokkanna í hægriblokkinni. Kristersson lagði til að hinir hægriflokkarnir gætu varið stjórnina vantrausti. Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð töldu þetta útspil Kristerssons til þess gert að komast hjá því að vinna með Svíþjóðardemókrötum. Rúmur mánuður er nú liðinn frá kosningum og enn hefur ekki tekist að mynda stjórn. Einfaldasta útskýringin er sú að hvorki hægri- né vinstriblokkin náði meirihluta þar sem þjóðernishyggjuflokkurinn Svíþjóðardemókratar náði 62 þingsætum. „Hvorki Svíþjóðardemókratar né Vinstriflokkurinn ættu að hafa nokkra aðkomu að ríkisstjórn,“ sagði Kristersson í langri Facebook-færslu. Vinstriflokkurinn fékk 21 sæti og er hluti af vinstriblokkinni. Nokkrir þingmenn og sitjandi ráðherrar í starfsstjórn Jafnaðarmannaflokksins, stærsta flokks vinstriblokkarinnar, höfnuðu þessari tillögu Kristerssons í gær. „Með þessari tillögu sýnir Kristersson sitt rétta andlit. Hann vill mynda hægristjórn með stuðningi öfgamanna. Sú stjórn hefði minnsta umboð nokkurrar ríkisstjórnar í fjörutíu ár og væri sú hægrisinnaðasta í níutíu ár,“ sagði Morgan Johansson innanríkisráðherra í tísti. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði að tillagan væri út í hött. „Það er algjörlega órökrétt að við myndum styðja myndun ríkisstjórnar sem gefur það út að við fengjum ekki að hafa nein áhrif. Það mun að sjálfsögðu ekki gerast.“ Þingmenn og leiðtogar hinna hægriflokkanna, Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata, höfðu lítið tjáð sig um tillögu Kristerssons þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Michael Arthursson, þingmaður Miðflokksins, sagði þó við sænska ríkisútvarpið, SVT, að það væri óheppilegt að rætt væri um slíkar tillögur á opinberum vettvangi. Þær ætti frekar að ræða innan hægriblokkarinnar. Heimildarmaður úr Frjálslynda flokknum sagði hins vegar við Expressen að tillaga Kristerssons ylli flokksmönnum áhyggjum. Færsla Kristerssons hefði komið Jan Björklund formanni á óvart og að það væri undarleg taktík að ræða ekki við formanninn áður en slík færsla væri birt. Andreas Norlén, forseti þingsins og þingmaður Hægriflokksins, gaf Kristersson stjórnarmyndunarumboðið þann 2. október síðastliðinn. Umboðið gildir til tveggja vikna og hefur Kristersson því frest fram á þriðjudag til að mynda ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira