Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 10:45 Donald Trump og Kanye West á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira