Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. október 2018 07:15 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á miðvikudaginn. Verði af samfloti við VR myndi það ná til um 100 þúsund félagsmanna. Fréttablaðið/Ernir „Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent