Hönnunarljós frá Danmörku keypt fyrir tæpa milljón í braggann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2018 07:45 Ljósakrónur Berlinord prýða Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Keyptar voru hönnunarljósakrónur og lampar af íslensku hönnunarfyrirtæki í Danmörku fyrir byggingarnar við Nauthólsveg 100. Hönnuðurinn, Hrafnkell Birgisson, segir að keypt hafi verið á bilinu 40 til 50 ljós sem nú prýða hluta þeirra bygginga við braggann umtalaða í Nauthólsvík sem tilbúnar eru. Í sundurliðun kostnaðar vegna framkvæmdanna má sjá greiðslu í maí 2017 upp á 8.450 evrur til Berlinord, sem er hönnunarstofa Hrafnkels. Reikningurinn hljóðar upp á 956.619 krónur. Í heimsókn borgarstjórnarflokks Pírata í byggingarnar mátti sjá hin glæsilegu ljós prýða byggingarnar eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hrafnkell hefur rætt hönnun ljósalínunnar í íslenskum fjölmiðlum en í samtali við mbl.is fyrir rúmu ári greindi hann frá því ljósakrónurnar hafi upphaflega verið hannaðar sem bökunarform en fengið nýtt líf nokkrum árum síðar við góðar viðtökur. Hrafnkell segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að keypt hafi verið á bilinu 40-50 lampar og ljós af honum vegna Nauthólsvegar. Út frá því má áætla að kostnaður við hvert stykki sé á bilinu 19-24 þúsund krónur. Kostnaðurinn við hina ýmsu þætti braggaframkvæmdarinnar hefur vakið hörð viðbrögð að undanförnu, nú síðast voru það dönsk strá sem flutt voru inn með ærnum tilkostnaði. Strá sem landslagsarkitektinn sagði við Fréttablaðið í gær að væri ætlað að skapa strandstemmingu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Keyptar voru hönnunarljósakrónur og lampar af íslensku hönnunarfyrirtæki í Danmörku fyrir byggingarnar við Nauthólsveg 100. Hönnuðurinn, Hrafnkell Birgisson, segir að keypt hafi verið á bilinu 40 til 50 ljós sem nú prýða hluta þeirra bygginga við braggann umtalaða í Nauthólsvík sem tilbúnar eru. Í sundurliðun kostnaðar vegna framkvæmdanna má sjá greiðslu í maí 2017 upp á 8.450 evrur til Berlinord, sem er hönnunarstofa Hrafnkels. Reikningurinn hljóðar upp á 956.619 krónur. Í heimsókn borgarstjórnarflokks Pírata í byggingarnar mátti sjá hin glæsilegu ljós prýða byggingarnar eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hrafnkell hefur rætt hönnun ljósalínunnar í íslenskum fjölmiðlum en í samtali við mbl.is fyrir rúmu ári greindi hann frá því ljósakrónurnar hafi upphaflega verið hannaðar sem bökunarform en fengið nýtt líf nokkrum árum síðar við góðar viðtökur. Hrafnkell segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að keypt hafi verið á bilinu 40-50 lampar og ljós af honum vegna Nauthólsvegar. Út frá því má áætla að kostnaður við hvert stykki sé á bilinu 19-24 þúsund krónur. Kostnaðurinn við hina ýmsu þætti braggaframkvæmdarinnar hefur vakið hörð viðbrögð að undanförnu, nú síðast voru það dönsk strá sem flutt voru inn með ærnum tilkostnaði. Strá sem landslagsarkitektinn sagði við Fréttablaðið í gær að væri ætlað að skapa strandstemmingu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58