Hvaða svívirðingar segja menn um keisarann á fylleríi? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. október 2018 07:45 Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun