Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. október 2018 14:14 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51