Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 11:17 Upprunalega stóð til að skjóta SLS fyrst á loft í fyrra. Því hefur verið frestað í tvö og hálft og verður líklegast frestað lengur en það. Vísir/NASA Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva. Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva.
Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36