Leiðtogi Skota segir sjálfstæði einu lausnina við Brexit-vanda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. október 2018 06:30 Sturgeon þótti gefa í skyn að hún væri ekki tilbúin til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Getty/Duncan McGlynn Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bretland Eina lausnin við Brexit-vanda Skotlands er að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður SNP-flokksins, á landsfundi SNP í Glasgow í gær. Sturgeon sagði vandamálið alvarlegt. Hin fyrirhugaða útganga úr Evrópusambandinu væri sönnun á því að framtíð Skota væri ekki í þeirra eigin höndum. Þar vísaði Sturgeon til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu sem fór fram árið 2016. Sé litið til þess hvernig atkvæði féllu má sjá að meirihluti var fyrir útgöngu í Englandi og Wales. Norður-Írar og Skotar voru hins vegar andvígir útgöngunni. Alls sögðu 62 prósent Skota nei og útgöngusinnar náðu ekki meirihluta í einu einasta kjördæmi þar í landi. Sturgeon sagði að ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Lundúnum hefði sýnt Skotlandi lítilsvirðingu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það stafaði af því að löndin sem saman mynda Bretland væru ekki á jafningjagrundvelli. „Framtíð Skotlands er í höndum Westminster og eina lausnin á þeim vanda er að gerast sjálfstætt ríki.“ Þá hvatti ráðherrann stuðningsmenn SNP til þess að vera þolinmóðir. Það myndi taka tíma að sannfæra meirihluta Skota um að sjálfstæði væri rétta leiðin. Aukinheldur sagði Sturgeon að hún myndi taka ákvörðun um nýja sjálfstæðisbaráttuherferð þegar útgönguskilmálar Bretlands lægju fyrir. Að mati Sturgeon snýst Brexit um að Bretland ætli að loka sig inni. „Sjálfstæði snýst hins vegar um að opna Skotland fyrir umheiminum. Að horfa út á við. Að taka þátt í alþjóðasamfélaginu,“ sagði hún. John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde-háskóla, sagði í viðtali við BBC að Sturgeon hefði gefið í skyn í ræðu sinni að hún væri ekki tilbúin til þess strax að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. BBC tók landsfundargesti tali og voru viðmælendur ánægðir með ræðu leiðtogans. Susan Aitken, forseti borgarstjórnar Glasgow, sagði að flokkurinn þyrfti að leggja hart að sér til að sannfæra aðra um sjálfstæðismálstaðinn. „En Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru í raun að gera það fyrir okkur núna. Þeir rífa sjálfa sig í sundur sem og landið allt með þessum hryllilegu útgönguáformum,“ sagði Aitken aukinheldur.Höfnuðu sjálfstæði Rétt rúm fjögur ár eru frá því að Skotar gengu að kjörborðinu og svöruðu því hvort Skotland ætti að verða sjálfstætt ríki. Alls mættu 84,6 prósent kjósenda á kjörstað eftir harða og spennandi kosningabaráttu. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já á meðan 55,3 prósent sögðu nei. Því var sjálfstæði ekki lýst yfir og málið lagt til hliðar. Að minnsta kosti í bili. Ef ráðist yrði í aðra atkvæðagreiðslu í dag eru litlar líkur á því að öðruvísi færi. Meirihluti hefur ekki mælst fyrir sjálfstæði í könnunum síðan í mars og munaði þá einungis einu prósentustigi á fylkingunum. Hins vegar mældist meirihluti fyrir sjálfstæði í nokkra daga eftir að Bretar samþykktu Brexit. SNP lét gera könnun fyrir sig í síðustu viku. Þá sagðist 41 prósent hlynnt því að lýsa yfir sjálfstæði en 49 prósent voru andvíg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira