Engin vandamál í Ankara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2018 07:30 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira