Villikettir vilja skýringar frá bænum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2018 20:45 Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“ Dýr Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“
Dýr Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira