Segir heimaþjónustu fyrir aldraða með fíknivanda hafa reynst vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2018 23:30 Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““ Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Sérsniðin heimaþjónusta fyrir eldri borgara sem glíma við áfengis-eða lyfjamisnotkun hefur reynst afar vel í Reykjavík. Eldri kona þakkaði þjónustunni að hún væri aftur komin í tengsl við fjölskyldu sína og gæti boðið barnabörnunum heim, að sögn félagsráðgjafa. Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Flestir í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. Síðustu átta ár hefur verið að störfum viðbragðsteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem sinnir þörfum fólks með vímuefnavanda og vanrækir heimili sitt. Ein af upphafskonum þess segir að þjónustan hafi reynst afar vel. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri og félagsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að nálgunin verði alltaf að vera sú að komið sé fram af virðingu. „Þannig að við erum að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu og hjálpum þeim að komast af stað með heimilishaldið. Við tökum ekki ábygðina af fólki, heldur gerum við með fólki. Þannig að ef það er verið að henda einhverju þá er engu hent án þess að það sé með í ráðum.“ Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að oft á tíðum fylgi mikilli neyslu ákveðin sjálfsvanræksla og vanræksla á umhverfinu. „Sem veldur svo fólki aftur vélagslegum vanda. Það er ekki tilbúið að fá neinn inn, jafnvel þegar rennur af því, skammast sín fyrir ástandið. Það styrkir bataferlið að hafa sómasamlegt í kringum sig.“ Sigrún hefur séð jákvæðar breytingar. „Við sjáum, svo ég vitni í eina konu sem var talað við, hún sagði: „Ég er að ná tengslum við fjölskyldu mína aftur og ég get boðið fjölskyldu minni og barnabörnum heim, sem ég skammaðist mín fyrir áður og ég var bara búin að loka.““
Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. 25. október 2018 19:45
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent