Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2018 19:30 Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“ Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“
Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda