Rómarbúar mótmæla ástandinu í borginni eilífu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 14:20 Raggi viðurkennir að mörg vandamál hrjái Rómarborg. Hér ræðir hún um rúllustigann sem bilaði í vikunni. EPA/ Massimo Percossi Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018 Ítalía Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira
Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018
Ítalía Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Allt farið í hund og kött á þinginu Innlent Skipstjórinn svarar fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Sjá meira