„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 22:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45