Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2018 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Repúblikanar og aðrir bandamenn Trupm virðast þó sannfærðir um að forsetinn sjálfur sé fórnarlambið. Þeir þvertaka fyrir að orðræða Trump, sem hefur margsinnis gagnrýnt þá aðila sem hafa fengið sprengjur í pósti, kunni mögulega hafa haft áhrif á þann eða þá sem er að senda sprengjurnar. Þess í stað hafi málið snúist upp í samsæri fjölmiðla sem séu að reyna að nota sendingarnar til að grafa undan forsetanum og þar af leiðandi Repúblikanaflokknum þegar stutt er í kosningar.Samkvæmt Politico sagði þingmaðurinn Ted Cruz í útvarpsviðtali í dag að fjölmiðlar reyndu allar leiðir til að snúa málefnum svo hægt sé að kenna Trump um þau. Fyrrverandi kosningastjóri Trump, Corey Lewandowski, sagði að umfjöllunin vegna sprengjanna væri mun meiri en þegar Repúblikönum sé ógnað.Þá sagði Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump að henni þætti skammarlegt að að CNN hefði kennt henni og Trump um að sprengja hefði verið send til höfuðstöðva fréttastofunnar í New York í gær. Þetta sagði hún í viðtali við Fox. Þar að auki sagði hún að þetta væri ekki Trump að kenna, frekar en að það væri Bernie Sanders að kenna að stuðningsmaður hans hefði skotið fólk á hafnarboltavelli í Virginíu í fyrra. Á meðal hinna særðu var Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins. Þetta samræmda átak Trump-liða í kjölfar sprengjusendinganna er í takt við aðrar varnir forsetans og bandamanna hans: Aldrei gefa eftir og koma sökinni á aðra.Tala um samsæri, eins og svo oft áður Margir stuðningsmenn Trump hafa velt vöngum yfir því að hér hljóti að vera um að ræða samsæri Demókrata gegn Trump, og er það alls ekki í fyrsta sinn. Sprengjurnar hafi verið sendar sérstaklega til að koma höggi á forsetann. Þessu hefur jafnvel verið haldið margsinnis fram á Fox, þó engar sannanir séu fyrir því. Frá því á mánudaginn hafa tíu sprengjur og grunsamlegir pakkar verið sendir, svo vitað sé.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Sá fyrsti barst til auðjöfursins George Soros, sem hefur lengi verið grýla íhaldsmanna víða um heim vegna þess að hann fjármagnar fjöldann allan af alþjóðlegum samtökum. Fyrr í þessum mánuði sakaði Trump Soros um að hafa borgað fólki fyrir að mótmæla tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig var pakki sendur til heimilis Hillary og Bill Clinton. Lífvarðarsveit forsetaembættisins stöðvaði þó sendinguna. Allt frá því í baráttunni í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hefur Trump gagnrýnt Hillary harðlega, kallað eftir því að hún verði fangelsuð og sakað hana um glæpi. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að fregnir bárust af sendingunni til þeirra hjóna kölluðu stuðningsmenn forsetans „læsið hana inni“ ítrekað á samstöðufundi í Wisconsin.Pakkar sendir til andstæðinga Trump Pakki var einnig sendur til heimilis Barack og Michelle Obama. Hann var sömuleiðis stöðvaður. Trump hefur lengi hellt úr skálum reiði sinnar yfir forsetanum fyrrverandi og hefur meðal annars sakað Obama um að hafa hlerað framboð sitt, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Þar að auki hafa Trump-liðar sakað Obama um að stýra hópi embættismanna sem fara huldu höfði innan stjórnvalda Bandaríkjanna gegn Trump. Þá hefur Obama tekið þátt í kosningabaráttu Demókrataflokksins og hefur hann gagnrýnt Trump. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Obama, átti að fá sprengju í pósti. Heimilisfangið á pakkanum var hins vegar rangt. Því var pakkinn sendur á þingkonuna Debbie Wasserman Schultz. Pakkarnir voru allir skráðir þannig að ef til endursendingar kæmi, ætti að senda þá til skrifstofu hennar í Flórída. Holder hefur ýjað að því að hann muni bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.Sprengjurnar líta svona út.Vísir/APPakkinn sem sendur var til höfuðstöðva CNN í New York var stílaður á John Brennan. Hann er fyrrverandi yfirmaður CIA og hefur gagnrýnt Trump harðlega á undanförnum mánuðum. Nú í sumar felli Trump niður öryggisheimild Brennan. Brennan er reglulegur gestur CNN en Trump hefur ítrekað talað niður til CNN og hefur hann jafnvel deilt myndbandi á Twitter sem sýnir Trump sjálfan ganga í skrokk á manni með CNN merkið fyrir höfuð. Þá hefur forsetinn kallað fjölmiðla Bandaríkjanna „óvini þjóðarinnar“. Þingkonan Maxine Waters, fékk tvo pakka senda. Undanfarna mánuði hefur Trupm ítrekað kallað hana klikkaða og heimska. Hún hefur sömuleiðis lengi gagnrýnt Trump og störf hans. Nú í sumar, eftir að í ljós kom að ríkisstjórn Trump væri að slíta börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum þeirra, kallaði hún eftir því að almenningur mótmælti meðlimum ríkisstjórnar Trump á almannafæri. Nú í dag fengu þeir Robert De Niro og Joe Biden pakka senda. Á Tony-verðlaunahátíðinni í sumar blótaði De Niro Trump á sviði og uppskar lófaklapp fyrir. Í kosningabaráttunni sagði De Niro að Trump væri „heimskur“, „klikkaður“ og „fáviti“. Tveir pakkar voru sendir á Biden. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa meðal annars hótað því að lemja hvorn annan. Talið er að mögulegt að Biden, sem var varaforseti Obama, muni bjóða sig fram til forseta gegn Trump árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Repúblikanar og aðrir bandamenn Trupm virðast þó sannfærðir um að forsetinn sjálfur sé fórnarlambið. Þeir þvertaka fyrir að orðræða Trump, sem hefur margsinnis gagnrýnt þá aðila sem hafa fengið sprengjur í pósti, kunni mögulega hafa haft áhrif á þann eða þá sem er að senda sprengjurnar. Þess í stað hafi málið snúist upp í samsæri fjölmiðla sem séu að reyna að nota sendingarnar til að grafa undan forsetanum og þar af leiðandi Repúblikanaflokknum þegar stutt er í kosningar.Samkvæmt Politico sagði þingmaðurinn Ted Cruz í útvarpsviðtali í dag að fjölmiðlar reyndu allar leiðir til að snúa málefnum svo hægt sé að kenna Trump um þau. Fyrrverandi kosningastjóri Trump, Corey Lewandowski, sagði að umfjöllunin vegna sprengjanna væri mun meiri en þegar Repúblikönum sé ógnað.Þá sagði Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump að henni þætti skammarlegt að að CNN hefði kennt henni og Trump um að sprengja hefði verið send til höfuðstöðva fréttastofunnar í New York í gær. Þetta sagði hún í viðtali við Fox. Þar að auki sagði hún að þetta væri ekki Trump að kenna, frekar en að það væri Bernie Sanders að kenna að stuðningsmaður hans hefði skotið fólk á hafnarboltavelli í Virginíu í fyrra. Á meðal hinna særðu var Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins. Þetta samræmda átak Trump-liða í kjölfar sprengjusendinganna er í takt við aðrar varnir forsetans og bandamanna hans: Aldrei gefa eftir og koma sökinni á aðra.Tala um samsæri, eins og svo oft áður Margir stuðningsmenn Trump hafa velt vöngum yfir því að hér hljóti að vera um að ræða samsæri Demókrata gegn Trump, og er það alls ekki í fyrsta sinn. Sprengjurnar hafi verið sendar sérstaklega til að koma höggi á forsetann. Þessu hefur jafnvel verið haldið margsinnis fram á Fox, þó engar sannanir séu fyrir því. Frá því á mánudaginn hafa tíu sprengjur og grunsamlegir pakkar verið sendir, svo vitað sé.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Sá fyrsti barst til auðjöfursins George Soros, sem hefur lengi verið grýla íhaldsmanna víða um heim vegna þess að hann fjármagnar fjöldann allan af alþjóðlegum samtökum. Fyrr í þessum mánuði sakaði Trump Soros um að hafa borgað fólki fyrir að mótmæla tilnefningu Brett Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Einnig var pakki sendur til heimilis Hillary og Bill Clinton. Lífvarðarsveit forsetaembættisins stöðvaði þó sendinguna. Allt frá því í baráttunni í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hefur Trump gagnrýnt Hillary harðlega, kallað eftir því að hún verði fangelsuð og sakað hana um glæpi. Einungis nokkrum klukkustundum eftir að fregnir bárust af sendingunni til þeirra hjóna kölluðu stuðningsmenn forsetans „læsið hana inni“ ítrekað á samstöðufundi í Wisconsin.Pakkar sendir til andstæðinga Trump Pakki var einnig sendur til heimilis Barack og Michelle Obama. Hann var sömuleiðis stöðvaður. Trump hefur lengi hellt úr skálum reiði sinnar yfir forsetanum fyrrverandi og hefur meðal annars sakað Obama um að hafa hlerað framboð sitt, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Þar að auki hafa Trump-liðar sakað Obama um að stýra hópi embættismanna sem fara huldu höfði innan stjórnvalda Bandaríkjanna gegn Trump. Þá hefur Obama tekið þátt í kosningabaráttu Demókrataflokksins og hefur hann gagnrýnt Trump. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Obama, átti að fá sprengju í pósti. Heimilisfangið á pakkanum var hins vegar rangt. Því var pakkinn sendur á þingkonuna Debbie Wasserman Schultz. Pakkarnir voru allir skráðir þannig að ef til endursendingar kæmi, ætti að senda þá til skrifstofu hennar í Flórída. Holder hefur ýjað að því að hann muni bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.Sprengjurnar líta svona út.Vísir/APPakkinn sem sendur var til höfuðstöðva CNN í New York var stílaður á John Brennan. Hann er fyrrverandi yfirmaður CIA og hefur gagnrýnt Trump harðlega á undanförnum mánuðum. Nú í sumar felli Trump niður öryggisheimild Brennan. Brennan er reglulegur gestur CNN en Trump hefur ítrekað talað niður til CNN og hefur hann jafnvel deilt myndbandi á Twitter sem sýnir Trump sjálfan ganga í skrokk á manni með CNN merkið fyrir höfuð. Þá hefur forsetinn kallað fjölmiðla Bandaríkjanna „óvini þjóðarinnar“. Þingkonan Maxine Waters, fékk tvo pakka senda. Undanfarna mánuði hefur Trupm ítrekað kallað hana klikkaða og heimska. Hún hefur sömuleiðis lengi gagnrýnt Trump og störf hans. Nú í sumar, eftir að í ljós kom að ríkisstjórn Trump væri að slíta börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum þeirra, kallaði hún eftir því að almenningur mótmælti meðlimum ríkisstjórnar Trump á almannafæri. Nú í dag fengu þeir Robert De Niro og Joe Biden pakka senda. Á Tony-verðlaunahátíðinni í sumar blótaði De Niro Trump á sviði og uppskar lófaklapp fyrir. Í kosningabaráttunni sagði De Niro að Trump væri „heimskur“, „klikkaður“ og „fáviti“. Tveir pakkar voru sendir á Biden. Hann og Trump hafa lengi eldað grátt silfur saman og hafa meðal annars hótað því að lemja hvorn annan. Talið er að mögulegt að Biden, sem var varaforseti Obama, muni bjóða sig fram til forseta gegn Trump árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00
Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39