Strákarnir úr leik í Katar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2018 16:50 Valgarð á EM í sumar vísir/getty Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag. Fimleikar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag.
Fimleikar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira