Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.
Kostnaðurinn sundurliðaður
2017Veitingar kr. 8.764.319,00
Vínföng kr. 2.484.462,00
Listafólk kr. 994.500,00
Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00
Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636
Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155
Samtals kr. 19.911.144
Það sem af er 2018
Veitingar kr. 5.205.546,00
Vínföng kr. 1.060.879,00
Listafólk kr. 711.638
Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00
Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00
Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154
Samtals kr. 10.085.977
Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir.
Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda
Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar.„Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar.
„Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“