Kostnaður borgarinnar við móttökur kominn í tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 15:08 Kolbrún vill minna á að meðan gert er vel við útvalda í ýmsum veislum sé fólk í borginni sem á vart til hnífs né skeiðar. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00