Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 14:45 Mótmælendur hafa undanfarin tvö ár blásið í lúðra og hrópað harðorð slagorð gegn tæknifyrirtækinu. Getty/Sean Gallup Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum. Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum.
Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06