Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 14:45 Mótmælendur hafa undanfarin tvö ár blásið í lúðra og hrópað harðorð slagorð gegn tæknifyrirtækinu. Getty/Sean Gallup Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum. Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar. Fyrirtækið hafði í hyggju að opna um 3000 fermetra nýsköpunarmiðstöð fyrir sprotafyrirtæki í hverfinu Kreuzberg, einu af elstu hverfum borgarinnar. Talsmaður Google í Þýskalandi tilkynnti hins vegar í gær að hugmyndir fyrirtækisins um að opna miðstöðina, með öllum þeim skrifstofum, kaffihúsum og sameiginlegu vinnurýmum sem miðstöðinni hefði fylgt, væru að engu orðnar. Þess í stað myndu fermetrarnir þrjú þúsund renna til tveggja þarlendra mannúðarsamtaka. Hópur mótmælenda hafði undanfarin tvö ár lýst opinberlega yfir óánægju sinni með fyrirætlanir tæknirisans. Ekki aðeins hafa þeir horn í síðu Google, sem mótmælendur segja að beiti ýmsum brögðum til að komast hjá skattgreiðslum og fari illa með persónuupplýsingar notenda, heldur leist þeim ekkert á þau áhrif sem koma Google myndi hafa á hverfið.Húsnæðisverð á hraðri uppleið Kreuzberg er á vef Guardian lýst sem „bóhema-hverfi.“ Þar þrífist ýmis konar jaðarmenning í listum jafnt sem lifnaðarháttum og óttuðust mótmælendur að sjarmi hverfisins myndi hverfa með innreið tæknirisans. Húsnæðisverð myndi að öllum líkindum hækka - og þannig reka burt efnaminni íbúa hverfsins, sem hafa jafnvel búið þar í áratugi. Nýlegar rannsóknir sýna jafnframt fram á að hvergi í heiminum hækki fasteignaverð hraðar en í Berlín. Það hækkaði um 20,5 prósent í borginni á milli áranna 2016 og 2017 - sem bliknar þó í samanburði við fasteignaverðshækkunina sem hefur átt sér stað í Kreuzberg-hverfinu einu, þar sem hækkunin var 71% á sama tímabili. Mótmælendurnir voru því að vonum ánægðir þegar greint var frá því að Google ætlaði sér að róa á önnur mið. „Baráttan borgar sig,“ er haft eftir einum þeirra hjá Guardian. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort afstaða mótmælenda hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Google. Talsmaður fyrirtækisins sagði þó í samtali við þarlenda fjölmiðla að Google léti ekki nokkrar óánægjuraddir stýra ákvörðunum sínum.
Google Tengdar fréttir Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aðeins Berlín og İzmir ofar en Reykjavík Reykjavík situr í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem fasteignaverð hækkaði mest á síðasta ári 11. apríl 2018 07:06