David Gilmour hrósar Todmobile Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 06:00 Todmobile ásamt Jon Anderson sem flutti Awaken. Fréttablaðið/Daníel Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Sjá meira
Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Breyttist allt við að sjá skilaboðin: „Ég er dóttir þín“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Sjá meira