David Gilmour hrósar Todmobile Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 06:00 Todmobile ásamt Jon Anderson sem flutti Awaken. Fréttablaðið/Daníel Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira