Sport

HM í Katar hefst í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgarð Reinhardsson.
Valgarð Reinhardsson. vísir/getty
Keppni á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum hefst í dag. Mótið fer fram í Doha í Katar.

Ísland á átta keppendur á HM, þrjá karla og fimm konur. Karlarnir hefja leik í dag. Valgarð Reinhards­son og Eyþór Örn Baldursson keppa á öllum áhöldum (gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá og svifrá). Jón Sigurður Gunnarsson glímir við smávægileg bakmeiðsli og ekki liggur fyrir á hversu mörgum áhöldum hann keppir. Ákvörðun verður tekin um það í dag.

„Keppnin leggst ótrúlega vel í mig. Það er rosalega heitt hér en það er gott að hafa fengið nokkra daga til að venjast hitanum. Undirbúningur hefur gengið frekar vel eftir langt og strangt keppnistímabil,“ segir Valgarð sem er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Hann lenti í 8. sæti á EM í sumar.

Keppnin í hópi 4, sem Íslendingarnir eru í, hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Kvennaliðið, sem er skipað þeim Dominiqua Ölmu Belányi, Margréti Leu Kristinsdóttur, Agnesi Suto-Tuuha, Sonju Margréti Ólafsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur, keppir á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×