Hefja útflutning á íslensku lambakjöti til Indlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2018 10:56 Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Vísir Útflutningur á íslensku lambakjöti til Indlands er nú orðinn að veruleika eftir tveggja ára samningaviðræður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem hefur unnið að öflun útflutningsleyfis ásamt hagsmunaaðilum og sendiráði Íslands í Indlandi. Indversk yfirvöld veittu um mitt sumar tímabundið leyfi til innflutnings á tilgreindu magni af lambakjöti. Endanlega var gengið frá heilbrigðisvottorði snemma í september, fyrsta sendingin fór til Indlands nú í byrjun október og fleiri sendingar eru fyrirhugaðar á næstu vikum. Gerðar eru ýmsar sérkröfur og sett skilyrði varðandi útflutning á lambakjöti til Indlands. Mikilvægustu sérkröfur Indlands varða riðu. Einungis má flytja til Indlands kjöt af lömbum frá svæðum þar sem aldrei hefur greinst riða og kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Einnig er lögð rík áhersla á að rekjanleiki sláturlamba og afurða þeirra sé öruggur. Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Um er að ræða tilraun til markaðssetningar á íslensku lambakjöti á Indlandi. Ef vel tekst til standa vonir til þess að fleiri framleiðendur á Íslandi geti notið góðs af. Leyfi sem gefið var í þetta sinn er til sex mánaða, fyrir 5 tonn þar sem hluti af kjötinu er í heilum og hálfum skrokkum og hluti af kjötinu er stykkjaður og úrbeinaður. Þetta er annar stóri erlendi markaðurinn sem opnast fyrir íslenskt lambakjöt, en í haust var undirritaður samningur um hollustuhætti og matvælaöryggi vegna útflutnings á lambakjöti til Kína. Landbúnaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Útflutningur á íslensku lambakjöti til Indlands er nú orðinn að veruleika eftir tveggja ára samningaviðræður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, sem hefur unnið að öflun útflutningsleyfis ásamt hagsmunaaðilum og sendiráði Íslands í Indlandi. Indversk yfirvöld veittu um mitt sumar tímabundið leyfi til innflutnings á tilgreindu magni af lambakjöti. Endanlega var gengið frá heilbrigðisvottorði snemma í september, fyrsta sendingin fór til Indlands nú í byrjun október og fleiri sendingar eru fyrirhugaðar á næstu vikum. Gerðar eru ýmsar sérkröfur og sett skilyrði varðandi útflutning á lambakjöti til Indlands. Mikilvægustu sérkröfur Indlands varða riðu. Einungis má flytja til Indlands kjöt af lömbum frá svæðum þar sem aldrei hefur greinst riða og kjötinu á að halda aðskildu frá öðru kjöti í vinnslu og í geymslum. Einnig er lögð rík áhersla á að rekjanleiki sláturlamba og afurða þeirra sé öruggur. Samningurinn gildir fyrir ákveðinn innflytjanda í Indlandi og frá einu sláturhúsi og tilgreindri vinnslustöð hér á landi. Um er að ræða tilraun til markaðssetningar á íslensku lambakjöti á Indlandi. Ef vel tekst til standa vonir til þess að fleiri framleiðendur á Íslandi geti notið góðs af. Leyfi sem gefið var í þetta sinn er til sex mánaða, fyrir 5 tonn þar sem hluti af kjötinu er í heilum og hálfum skrokkum og hluti af kjötinu er stykkjaður og úrbeinaður. Þetta er annar stóri erlendi markaðurinn sem opnast fyrir íslenskt lambakjöt, en í haust var undirritaður samningur um hollustuhætti og matvælaöryggi vegna útflutnings á lambakjöti til Kína.
Landbúnaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira