Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 09:51 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta skipti viðurkennt að sádi-arabíski krónprinsinn geti mögulega verið viðriðinn morðið á Jamal Khashoggi. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest. Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.
Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59