Virkum fjárfestum fækkar Ragnar Dyer skrifar 24. október 2018 08:00 Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun