Harkaleg slagsmál Who-liða drógu gítarleikarann nærri til dauða Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2018 14:58 Roger Daltrey og Pete Townshend á sviði. Vísir/Getty Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“ Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira