Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 12:11 Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti er sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans. Vísir/AFP Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49