Áfallahjálp eftir ógleði og grát í flugi Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 11:16 Fjórir farþegar þáðu áfallahjálp við komuna til Íslands. Vísir/Vilhelm Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira