Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2018 06:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00
Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00