„Já, en amma?…?“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. október 2018 07:00 Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun