Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður við nokkrar af þeim hillum sem nú eru fullar. Hann segir að ljóst hafi verið í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira