Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:15 Sem stendur er leitað að líki Khashoggi í Belgrad-skógi en sá er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira