„Það er ekkert stærra mál sem mannkynið þarf að fást við en loftslagsbreytingarnar“ Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 14:00 Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?